Andlát – Guðjón Arnar Kristjánsson

Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður og formaður Frjálslynda flokksins, er látinn, 73 ára að aldri. Guðjón fæddist á Ísafirði 5. júlí 1944 sonur hjónanna Kristjáns Sigmundar Guðjónssonar og Jóhönnu Jakobsdóttur. Guðjón lauk fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og starfaði sem skipstjóri um þriggja áratuga skeið, eða frá 1967 til 1997. Guðjón lét mikið til sín taka um sjávarútvegsmál, hagsmuni sjómanna og var afar annt um hag landsbyggðarinnar. Hann var formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar 1975-1984 og forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands 1983-1999.

Guðjón var varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Vestfjörðum 1991-1995. Hann ásamt Sverri Hermannssyni stofnuðu Frjálslynda flokkinn árið 1999. Guðjón var þingmaður Frjálslynda flokksins á Vestfjörðum frá 1999 til 2003 en alþingismaður Norðvesturkjördæmis fyrir sama flokk frá 2003 til 2009.

Guðjón lætur eftir sig eiginkonu og sjö uppkomin börn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir