Stóri fundardagur SSV er framundan

Næstkomandi mánudag verður hinn svokallaði stóri fundardagur hjá sveitarstjórnarfólki á Vesturlandi. Þá verður aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi haldinn á Hótel Hamri í Borgarnesi. Fyrr um daginn verða einnig aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands. Fundahöld hefjast klukkan 9:30, en aðalfundur SSV klukkan 15. Þessi samþjöppun funda er hugsuð í hagræðingarskini en í mörgum tilfellum er sama fólkið fulltrúar á nokkrum þeirra eða jafnvel öllum. Á aðalfundi SSV er hefð fyrir því að afgreiða ársreikning samtakanna fyrir nýliðið ár.

Líkar þetta

Fleiri fréttir