Myndavélabúnaður í bifreið sem lögreglan á Vesturlandi hefur nýlega tekið í notkun. Ljósm. LVL.

Ný lögreglubifreið búin hraðamyndavél

Lögreglan á Vesturlandi tók í liðinni viku í gagnið nýja ómerkta bifreið. Bifreiðin er búin hraðamyndavél og er þetta önnur slík á landinu með sambærilegum búnaði. Hin er á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er gríðarlega góð viðbót fyrir okkur en við erum eina embættið á landsbyggðinni með svona búnað,“ segir Ólafur Guðmundsson, lögregluþjónn í samtali við Skessuhorn. „Flestar hefðbundnar lögreglubifreiðarnar eru búnar ratsjá sem mælir hraða þeirra bíla sem við mætum eða keyrum á eftir. Ef við mælum bíl á of miklum hraða þurfum við að gefa merki um að stöðva bílinn, hafa afskipti af ökumanninum og sekta. Með nýja búnaðinum þarf ekki að stöðva ökumenn eða hafa nein bein afskipti af þeim á staðnum. Við leggjum bílnum þar sem við ætlum að mæla hraða og skráum viðeigandi stillingar fyrir myndavélabúnaðinn í sérstöku stjórnborði. Vélin sér svo um að mæla hraða allra bíla sem ekið er framhjá og myndavélin tekur mynd af þeim bílum sem of hratt er ekið. Eigandi bílsins fær svo senda sekt heim til sín,“ segir Ólafur.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir