Þau skipa efstu sex sætin á framboðslistanum.

Kynntu lista Framsóknar og frjálsra á Akranesi

Elsa Lára Arnardóttir fyrrverandi alþingismaður og núverandi skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins leiðir lista Framsóknar og frjálsra í bæjarstjórnarkosningunum á Akranesi í vor. Listinn var samþykktur á fundi í gærkvöldi. Ragnar Baldvin Sæmundsson verslunarmaður skipar annað sæti listans og Liv Åse Skarstad húsmóðir þriðja sætið. Framboðið á nú einn bæjarfulltrúa, Ingibjörgu Pálmadóttur hjúkrunarfræðing og fv. ráðherra, sem skipar að þessu sinni heiðurssæti listans.

Listinn í heild sinni er þannig:

 

 1. Elsa Lára Arnardóttir, skrifstofustjóri.
 2. Ragnar Baldvin Sæmundsson, verslunarmaður
 3. Liv Åse Skarstad, húsmóðir
 4. Karitas Jónsdóttir, verkefnastjóri
 5. Ole Jakob Volden, húsasmiður
 6. Helga Kristín Björgólfsdóttir, grunnskólakennari
 7. Alma Dögg Sigurvinsdóttir, BA í stjórnmálafræði
 8. Ellert Jón Björnsson, viðskiptastjóri
 9. Hilmar Sigvaldason, ferðamálafrömuður
 10. Anna Þóra Þorgilsdóttir, hjúkrunarfræðingur
 11. Olga Katrín Davíðsdóttir Skarstad, nemi
 12. Þröstur Karlsson, sjómaður
 13. Sigurður Oddsson, vélvirkjanemi
 14. Maren Rós Steindórsdóttir, verslunarmaður
 15. Axel Guðni Sigurðsson, rafvirki
 16. Guðmundur Páll Jónsson, forstöðumaður
 17. Björk Elva Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur
 18. Ingibjörg Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi ráðherra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir