Nemendur voru hér að undirbúa sig fyrir prófið rétt fyrir klukkan 14 í dag. Ljósm. arg.

Keppni í stærðfræði stendur nú yfir

Árleg stærðfræðikeppni fyrir grunnskóla á Vesturlandi hófst klukkan 14 í dag í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Keppendur eru 134 úr áttunda, níunda og tíunda bekk frá sex grunnskólum af Vesturlandi. Að þessu sinni taka þátt nemendur frá Grundaskóla og Brekkubæjarskóla á Akranesi, Grunnskólanum í Borgarnesi, Grunnskóla Borgarfjarðar, Grunnskóla Snæfellsbæjar og Auðarskóla í Búðardal. Þegar keppendur hafa gert sitt besta og skilað inn  úrlausnum verður boðið upp á pizzuveislu í mötuneyti FVA. Þeir keppendur sem verða í tíu efstu sætunum í hverjum árgangi munu verða boðaðir til verðlaunaafhendingar laugardaginn 7. apríl nk. Þar verður þremur efstu í hverjum árgangi afhent peningaverðlaun fyrir árangurinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.