Hundrað bóka áskorun í Grunnskóla Borgarfjarðar

Nemendur á miðstigi í Grunnskóla Borgarfjarðar tóku þátt í lestaráskoruninni 100 bækur fyrir síðustu jól. Áskorunin er lestaráskorun þar sem nemendur eiga að lesa 100 bækur innan ákveðins tíma. Þrír nemendur af miðstigi Grunnskóla Borgarjarðar náðu markmiðinu og voru tveir nemendur dregnir út með bestan árangur á landsvísu og fékk þriðji nemandinn viðurkenningarskjal. Ernir Ívarsson í 6. bekk vann keppnina fyrir að lesa vel og mikið. Hugo Hidalgo Cubas í 5. bekk fékk viðurkenningu fyrir að lesa flestar bækur á landsvísu og Aníta Björk Ontiveros í 6. bekk fékk viðurkenningarskjal fyrir að lesa 100 bækur. Í tilefni þessa var mikil hátíð á miðstig skólans síðastliðinn mánudag þar sem viðurkenningarnar voru veittar og boðið upp á bragðgóða marsípantertu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir