Fullt í hvalaskoðunarferðir sem hægt hefur verið að fara

Hvalaskoðunarbáturinn Íris frá Láki Tours í Grundarfirði var á leið til hafnar í Ólafsvíkurhöfn úr skoðunarferð á fimmtudaginn þegar ljósmyndari smellti af þessari mynd. Láki Tours gerir alla jafnan ekki út frá Ólafsvík á þessum tíma árs, en fer nú frá Ólafsvík þar sem hvalurinn hefur fært sig um set. Í byrjun apríl mun svo „Whale watching Ólafsvík“ hefjast af fullum krafti hjá fyrirtækinu. Aðspurður um aðskókn sagði starfsmaður Láka Tours sem rætt var við að þeir hafi farið út með fullan bát þá daga sem gefið hefur á sjó vegna veðurs. Febrúarmánuður hafi hins vegar verið mjög erfiður veðurfarslega.

Líkar þetta

Fleiri fréttir