Vélsópur Hreinsitækni. Ljósm. Spölur.

Þrettán tonn af ryki á tveimur nóttum

Í frétt frá Speli, sem á og rekur Hvalfjarðargöngin, kemur fram að tveir vélsópar sem verið hafa að störfum undanfarnar tvær vikur í göngunum hafa tekið 18 tonn af fíngerðu ryki af gólfi ganganna. Þetta er að hluta til ryk sem safnast hefur fyrir á aðeins einni viku. Ryk þetta berst í göngin af vegum landsins með bílunum sem í gegnum göngin er ekið. Það fer síðan af þeim þegar ekið er inn í dragsúginn í göngunum. Við hreinsunina var m.a. notaður nýr götusópari Hreinsitækni ehf. Tæki það sýndi hvað í því bjó með því að losa um rykið með 20 tonnum af vatni undir miklum þrýstingi og soga svo gumsið úr botninum strax upp í sig. Auk þess var vélsópur Spalar notaður, en hann afkastar mun minna en þessi nýi frá Hreinsitækni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir