Kampakátir silungsveiðimenn. Ljósm. úr safni.

Styttist í vatnaveiðina

Silungsveiði í vötnum hefst formlega um næstu mánaðamót. Á páskadag, sunnudaginn 1. apríl, verður opnað formlega fyrir veiði í nokkrum vötnum sem seld eru í gegnum Veiðikortið. Í tilkynningu segir að veturinn hafi verið fremur kaldur en þó sé ís farinn að hopa á mörgum vötnum. „Það eru margir skemmtilegir kostir í boði fyrir þá sem vilja skella sér í veiði þann 1. apríl, en þá opna eftirfarandi vötn: Hraunsfjörður á Snæfellsnesi, vatnasvæðið í Svínadal (Geitabergsvatn, Eyrarvatn og Þórisstaðavatn), Vífilsstaðavatn, Syðridalsvatn og Þveit við Hornafjörð. Einnig verða eftirtalin vötn opin frá því ísa leysir: Baulárvallavatn, Hraunsfjarðarvatn, Sauðlauksdalsvatn, Gíslholtsvatn og Urriðavatn.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir