Reykholtsdalur í Borgarfirði. Ljósm. úr safni.

Rafmagnstruflanir í nótt

Borgfirðingar búsettir í Reykholtsdal, Hvítársíðu og Þverárhlíð mega búast við rafmagnstruflunum í nótt, aðfaranótt föstudagsins 16. mars vegna vinnu við dreifikerfið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK.

Gert er ráð fyrir því að truflanirnar standi yfir frá kl. 00:30 til 06:00. Á þessu tímabili er mögulegt að rafmagn komi á í stuttan tíma í senn vegna prófana. Nánari upplýsingar veitir svæðisvakt RARIK á Vesturlandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir