Fyrsti grjótbrjótur sinnar tegundar

TS Vélaleiga í Ólafsvík festi á dögunum kaup á nýjum Xcentric grjótbrjóti. Það er Vélafl í Hafnarfirði sem flytur þessi tæki inn og er þessi brjótur sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Brjóturinn mylur niður efni, stórt sem smátt, í sex stærðarflokka allt frá 20 millimetrum og upp í 150 millimetra. Hann er fjögur tonn að þyngd og þarf því að lágmarki 26 til 30 tonna gröfur til að knýja hann og flytja milli staða. Brjóturinn mun nýtast TS Vélaleigu til framleiðslu á ofaníburði og fyllingarefni í þeim verkefnum sem fyrirtækið vinnur að. Brjóturinn þarf ekki aðra vél til að moka í hann og hentar því mjög vel í ólík verkefni, stór sem smá.

Líkar þetta

Fleiri fréttir