Lóðirnar Asparskógar 12, 14 og 16 liggja vestan við götuna, samsíða einbýlishúsunum sem þarna sjást. Ljósm. kgk.

Skrifað undir viljayfirlýsingu um húsnæðisfélag

Síðdegis í dag mun Bjarg fasteignafélag undirrita viljayfirlýsingu við Akraneskaupstað um að reistar verði 33 íbúðir í Asparskógum 12, 14 og 16 á Akranesi.  Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist síðsumars og að íbúðirnar verði afhentar á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Bjarg fasteignafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð var af verkalýðshreyfingunni.  Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að hagkvæmu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Þannig mun aukast húsnæðisöryggi þeirra sem taka slíkar íbúðir á leigu. Leiguheimili af þessari tegund eru að danskri fyrirmynd.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira