Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar og Akraneskaupstaðar með pennana á lofti. F.v. Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs fasteignafélags, Árni Stefán Jónsson, fyrsti varaformaður BSRB, Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ og Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.

Skrifað undir viljayfirlýsingu um byggingu 33 íbúða á Akranesi

Fyrir réttri klukkustund var undirrituð viljayfirlýsing milli Bjargs fasteignafélags og Akraneskaupstaðar um byggingu 33 leiguíbúða á Akranesi. Íbúðirnar munu rísa á Asparskógum 12, 14 og 16 á Akranesi. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir geti hafist í sumar og að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar á næsta ári.

Bjarg er húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð var að verkalýðshreyfingunni að danskri fyrirmynd. Félagið er rekið án hagnaðarsjónarmiða og markmið þess er að tryggja tekjulágu fólki á vinnumarkaði aðgang að hagkvæmu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.

Nánar verður fjallað um málið í næsta tölublaði Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir