Samfylkingin á Akranesi kynnir framboðslista sinn

Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar til bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar í vor var samþykktur á félagsfundi í gærkveldi. Ingibjörg Valdimarsdóttir, sem verið hefur oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn síðastliðið kjörtímabil, stígur til hliðar og skipar nú heiðurssæti listans. Nýr oddviti listans er Valgarður Lyngdal Jónsson kennari og bæjarfulltrúi og nýir frambjóðendur skipa annað og þriðja sæti. Í öðru sæti er Gerður Jóhannsdóttir héraðsskjalavörður og Bára Daðadóttir félagsráðgjafi í þriðja.

Listinn í heild er þannig:

 

 1. Valgarður Lyngdal Jónsson, bæjarfulltrúi og grunnskólakennari
 2. Gerður Jóhannsdóttir, héraðsskjalavörður
 3. Bára Daðadóttir, félagsráðgjafi
 4. Kristinn Hallur Sveinsson, landfræðingur
 5. Guðjón Viðar Guðjónsson, rafvirki
 6. Ása Katrín Bjarnadóttir, nemi í umhverfisskipulagi
 7. Guðríður Sigurjónsdóttir, leikskólakennari
 8. Uchechukwu Eze, verkamaður
 9. Björn Guðmundsson, húsasmiður
 10. Margrét Helga Ísaksen, háskólanemi
 11. Pétur Ingi Jónsson, lífeindafræðingur
 12. Ragnheiður Stefánsdóttir, sjúkraliði
 13. Guðríður Haraldsdóttir, prófarkalesari
 14. Ívar Orri Kristjánsson, tómstunda- og félagsmálafræðingur
 15. Gunnhildur Björnsdóttir, grunnskólakennari
 16. Guðmundur Valsson, mælingaverkfræðingur
 17. Þráinn Ólafsson, slökkviliðsstjóri
 18. Ingibjörg Valdimarsdóttir, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri.
Líkar þetta

Fleiri fréttir