
Samfylkingin á Akranesi kynnir framboðslista sinn
Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar til bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar í vor var samþykktur á félagsfundi í gærkveldi. Ingibjörg Valdimarsdóttir, sem verið hefur oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn síðastliðið kjörtímabil, stígur til hliðar og skipar nú heiðurssæti listans. Nýr oddviti listans er Valgarður Lyngdal Jónsson kennari og bæjarfulltrúi og nýir frambjóðendur skipa annað og þriðja sæti. Í öðru sæti er Gerður Jóhannsdóttir héraðsskjalavörður og Bára Daðadóttir félagsráðgjafi í þriðja.
Listinn í heild er þannig:
- Valgarður Lyngdal Jónsson, bæjarfulltrúi og grunnskólakennari
- Gerður Jóhannsdóttir, héraðsskjalavörður
- Bára Daðadóttir, félagsráðgjafi
- Kristinn Hallur Sveinsson, landfræðingur
- Guðjón Viðar Guðjónsson, rafvirki
- Ása Katrín Bjarnadóttir, nemi í umhverfisskipulagi
- Guðríður Sigurjónsdóttir, leikskólakennari
- Uchechukwu Eze, verkamaður
- Björn Guðmundsson, húsasmiður
- Margrét Helga Ísaksen, háskólanemi
- Pétur Ingi Jónsson, lífeindafræðingur
- Ragnheiður Stefánsdóttir, sjúkraliði
- Guðríður Haraldsdóttir, prófarkalesari
- Ívar Orri Kristjánsson, tómstunda- og félagsmálafræðingur
- Gunnhildur Björnsdóttir, grunnskólakennari
- Guðmundur Valsson, mælingaverkfræðingur
- Þráinn Ólafsson, slökkviliðsstjóri
- Ingibjörg Valdimarsdóttir, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri.