Minnast Þorsteins frá Hamri

Sunnudaginn 18. mars klukkan 15-17 verður dagskrá í Iðnó í Reykjavík til minningar um öndvegisskáldið Þorstein frá Hamri, sem lést 28. janúar síðastliðinn. Þar munu Eiríkur Guðmundsson, Elísabet Þorgeirsdóttir, Guðrún Nordal, Lilja Sigurðardóttir, Njörður P. Njarðvík og Vésteinn Ólason fjalla um skáldið frá ýmsum sjónarhornum. Lesið verður úr ljóðum Þorsteins og ennfremur mun Kolbeinn sonur hans lesa úr óbirtum minningabrotum föður síns, Tímar takast í hendur. Kynnir verður Stella Soffía Jóhannesdóttir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir