Fyrsti húsgagnasmiðurinn í langan tíma til að útskrifast frá FVA

Katarína Stefánsdóttir er fyrsti nemandinn sem lærir húsgagnasmíði við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í fjölmörg ár, en hún mun útskrifast núna á vordögum. Katarína hefur búið á Akranesi undanfarin ellefu ár en rætur hennar liggja þar. Auk þess að vera í fullu námi við FVA starfar Katarína hjá ÞÞÞ á Akranesi og á Lesbókinni, lærir naglaásetningu og tekur þátt í sýningunni Með allt á hreinu sem leiklistaklúbbur Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands sýnir um þessar mundir í Bíóhöllinni. Katarína sá um að hanna og taka þátt í smíði leikmyndar. „Það er kannski aðeins meira að gera núna heldur en venjulega vegna leiksýningarinnar. Ég var að smíða leikmyndina ásamt öðru góðu fólki og það er búið að vera smá stress. Núna þegar sýningar eru komnar af stað róast aðeins hjá mér. Mig langaði samt að taka aðeins meiri þátt í sýningunum sjálfum og tók því að mér að sjá um förðun,“ segir Katarína.

Sjá viðtal við Katarínu í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.