Guðmundur með þorskinn góða. Hallgrímur Guðmundsson tók myndina.

Fékk 37 kílóa stórþorsk á handfærin

Guðmundur Elíasson sjómaður á Akranesi rær á Flugöldunni ST-54. Á mánudaginn var hann á handfæraveiðum norðan við Syðra-Hraunið á Faxaflóa og fékk þá 37 kílóa þorsk. „Þetta er stærsti fiskur sem ég hef veitt og var því í hálfgerðum vandræðum með að ná honum um borð. Þetta var hrygna og þar að auki full af loðnu sem gengið hefur hér inn á flóann að undanförnu,“ sagði Guðmundur. Hann segir að eftir brælutíð í janúar og febrúar hafi verið mjög góð veiði á handfærin að undanförnu og stór fiskur sem gengið hefur inn á veiðislóð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir