Borgnesingar hófu bikar á loft

Liðsmenn Skallagríms hófu deildarmeistarabikar 1. deildar karla á loft að loknum leik liðsins gegn Vestra í Borgarnesi síðastliðinn föstudagskvöld. Deildarmeistaratitlinum fylgir farseðill í Domino‘s deildina, deild þeirra bestu. Þar munu Skallagrímsmenn leika að nýju næsta vetur.

Eins og vænta mátti fjölmenntu Borgnesingar á völlinn á föstudag. Fullt var út úr dyrum og mikil stemning á pöllunum á þegar Skallagrímur sigraði Vestra og ætlaði allt um koll að keyra að leik loknum þegar bikarinn fór á loft.

Fjallað er um þessa stóru stund í íþróttalífinu í Borgarnesi í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir