Venus NS sigldi í morgun frá Akranesi áleiðis á Írlandsmið þar sem vel hefur veiðst af kolmunna að undanförnu.

Vinnsla á síðasta loðnufarminum stendur nú yfir

Búið er að landa síðasta loðnufarmi þessarar vertíðar á Akranesi. Uppsjávarveiðiskip HB Granda; Víkingur AK og Venus NS eru nú bæði haldin á kolmunnaveiðar vestur af Írlandi, Víkingur fór í gær og Venus í morgun. Þar hefur undanfarna daga verið góð kolmunnaveiði. Nú er verið að vinna úr tvö þúsund tonna loðnuafla Venusar á Akranesi en með vinnslu á honum lýkur hrognatöku, frystingu og bræðslu loðnu að þessu sinni. Heildar loðnukvóti HB Granda á þessari vertíð var 33.800 tonn sem að stærstum hluta voru veidd til bræðslu á Vopnafirði. Um ellefu þúsund tonn voru þó eftir þegar kom að hrognatöku og var unnið úr öllum þeim afla á Akranesi á tæplega hálfum mánuði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir