Rollukarlarnir kampakátir. F.v. Gísli, Ólafur, Jón og Baldur. Ljósm. Ingimundur Jónsson.

Rollukarlar Borgarfjarðarmeistarar

Aðalsveitakeppni Briddsfélags Borgarfjarðar lauk í gær með þátttöku sjö sveita. Keppnin var æsispennandi til síðasta spils, þegar sveit Guttanna tapaði óvænt og hleypti Rolluköllunum uppfyrir sig. Sveit Rollukallanna skipa þeir Jón bóndi, Gísli bóndi, Ólafur bóndi og Baldur bóndi. Hlutu þeir 151,4 stig. Í öðru sæti voru eins og áður segir Guttarnir, en sveitina skipuðu Logi, Heiðar, Egill, Sindri, Fjölnir og Sigurður E. Hlutu þeir 150,65 stig. Í þriðja sæti með 134,4 stig urðu svo Skólastjórarnir, en sveitin var skipuðu Flemming, Eyjólfi, Sveini, Gylfa og Magnúsi B. Næst á dagskrá hjá Borgfirðingum er spilamennska á Borðeyri á laugardaginn. Þar verða spiluð 44 spil og áhersla lögð á að veglegar veitingar verða bornar fram í hléi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir