Mæðrastyrksnefnd stefnir að úthlutun fyrir páska

Mæðrastyrksnefnd Akraness verður með páskaúthlutun mánudaginn 26. mars nk. frá klukkan 13-17 í húsi Rauða krossins Skólabraut 25a. „Tekið verður á móti umsóknum daganna 15. og 16. mars frá kl. 11-13 í síma 859-3000 (María) og í 859-3200 (Svanborg). Allir umsækjendur þurfa að skila inn skriflegum umsóknum og tekið er á móti þeim þriðjudaginn 20. mars frá kl. 15-18 í Rauða krossinum. Þeir sem skiluðu inn gögnum fyrir jól þurfa ekki að skila inn núna.“ Mæðrastyrksnefnd hvetur fólk til að sækja um á fyrrgreindum tíma.

Styrktareikningur Mæðrastyrksnefndar er: 0552-14-402048 kt. 411276-0829

Líkar þetta

Fleiri fréttir