Lögheimili eignamiðlun byrjar starfsemi á Akranesi

„Kæru Skagamenn!

Ég, Heimir Bergmann, er löggiltur fasteigna- og skipasali og hef starfað við fasteignasölu á höfuðborgarsvæðinu fá árinu 2006 með farsælum árangri. Það er mér því mikill heiður að kynna til leiks nýja fasteignasölu á Akranesi, Lögheimili eignamiðlun að Skólabraut 26, sem opnuð verður á Akranesi um næstu helgi. Hjá Lögheimili starfa Heimir Bergmann og Ólafur Sævarsson sem einnig er löggiltur fasteignasali. Ólafur hefur búið undanfarin ár á Akranesi í sambúð með Kötlu Guðlaugsdóttur.

Ég hef sterkar rætur til Akraness, enda barnabarn Denna í Skuld og hef nú loks flutt lögheimili mitt „heim“. Ég hef verðir stoltur stuðningsmaður ÍA frá því ég man eftir mér og hef mætt á knattspyrnuleiki ÍA svo langt aftur í tímann að ég man eftir mér á Melavellinum. Ég hef verið stuðningsmaður og styrktaraðili ÍA um árabil og bætti við nú í fyrra Golfklúbbnum Leyni. Það er mér mikil ástríða að ÍA vegni sem allra best og sýni ég það í verki með mætingu minni á allflesta knattspyrnuleiki hvort sem það eru æfingaleikir, leikir í efstu deild eða þeirri næst efstu.

Ég legg mikið upp úr trausti og faglegum vinnubrögðum. Óskum við eftir öllum gerðum eigna til sölu eða leigu á Akranesi. Hlakka til að að eiga gott og farsælt samstarf við Akurnesinga sem og aðra. Áfram ÍA! Kveðja, Heimir Bergmann.“

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir