Einungis eftir að löggilda nýja hafnarvog

Í liðinni viku var lokið við endurgerð hafnarvogarinnar við Rifshöfn á Snæfellsnesi. Undirbúnings- og jarðvegsvinna fór fram á síðasta ári, eins og fram kom í frétt Skessuhorns. Nýja vigtin sem nú er komin á sinn stað er 21 meter á lengd og 3,35 metrar á breidd. Hún vigtar 100 tonn. Ekki er þó búið að taka nýju vogina í gagnið því áður en það verður gert þarf að löggilda hana. Mun það verða gert á allra næstu dögum og vigtun í Rifshöfn færist þá í eðlilegt horf. Þessar framkvæmdir hafa haft talsverð áhrif á störf hafnarvarða því þeir hafa undanfarið þurft að vigta allan afla sem í land kemur hjá Fiskmarkaði Íslands í Rifi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mottumars er hafinn

Átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars, var formlega hrundið af stað síðastliðinn föstudag. Átakið snýst um, eins og landsmenn þekkja, krabbamein í körlum.... Lesa meira