Reynir Magnússon frá Loftorku Borgarnesi kynnti byggingarlausnir í bás Loftorku.

Sýningin Verk og vit var haldin í Laugardalshöllinni

Íslenskur byggingariðnaður, skipulagsmál og mannvirkjagerð var þema sýningarinnar Verk og vit sem haldin var í Laugardalshöll í Reykjavík í síðustu viku og lauk í gær. Þar sýndu um 120 fyrirtæki og stofnanir hvað þau hafa upp á að bjóða í ýmsu sem tengist mannvirkjagerð, tækjabúnaði, byggingalausnum og svo framvegis. Sýningin var fyrst og fremst fagsýning og ekki síst hugsuð til að styrkja tengslanet í röðum sýnenda og viðskiptavina þeirra. Þannig var sýningin mest kynnt inn á við þannig að sýnendur buðu til sín völdum viðskiptavinum.

Nánar um sýninguna í næsta Skessuhorni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir