Fulltrúar af H lista ásamt Jakobi Björgvin Jakobssyni (í miðið) bæjarstjóraefni listans. Ljósm. sá.

H listinn í Stykkishólmi kynnir framboðslista og bæjarstjóraefni

Nýr framboðslisti H-lista í Stykkishólmi var kynntur á fundi í Lionshúsinu í gær. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni gefur enginn af núverandi bæjarfulltrúum H lista kost á sér til endurkjörs og er því um hreina nýliðun að ræða í efstu sætum listans. H listinn hefur nú fjóra bæjarfulltrúa og meirihluta í bæjarstjórn. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari FSN skipar oddvitasæti listans, en hún var í sjötta sæti fyrir síðustu kosningar og því annar varabæjarfulltrúi. Í samtali við Skessuhorn segir Hrafnhildur að nú fari vinna við málefnaskrá í gang. Samhliða kynningu á listanum var tilkynnt að Jakob Björgvin Jakobsson lögfræðingur er bæjarstjóraefni listans, hljóti hann meirihluta í kosningunum 26. maí næstkomandi. Jakob er uppalinn í Stykkishólmi en flutti þaðan sem unglingur en stefnir nú að flutningi á heimaslóðir að nýju.

Listinn er þannig í heild sinni:

1. sæti Hrafnhildur Hallvarðsdóttir

2. sæti Gunnlaugur Smárason

3. sæti Þóra Stefánsdóttir

4. sæti Steinunn Magnúsdóttir

5. sæti Ásmundur Guðmundsson

5. sæti Hildur Diego

6. sæti Guðmundur Kolbeinn Björnsson

7. sæti Anna Margrét Pálsdóttir

8. sæti Gunnar Ásgeirsson

9. sæti Guðrún Svana Pétursdóttir

10. sæti Gísli Pálsson

11. sæti Elín Ragna Þórðardóttir

12. sæti Helgi Haraldsson

13. sæti Símon Sturluson.

Líkar þetta

Fleiri fréttir