Logi ræðir við börnin. Ljósm. tfk.

Logi Geirsson með fyrirlestur

Logi Geirsson heimsótti Grunnskóla Grundarfjarðar nýverið á ferð sinni um Snæfellsnes. Hélt hann fyrirlestur fyrir krakkana í skólanum. Þar ræddi Logi um hvernig hægt er að setja sér markmið og byggja upp sjálfstraust og minnti á mikilvægi þess að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Krakkarnir hlustuðu á Loga af athygli og fengu svo að ræða við hann eftir fyrirlesturinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mottumars er hafinn

Átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars, var formlega hrundið af stað síðastliðinn föstudag. Átakið snýst um, eins og landsmenn þekkja, krabbamein í körlum.... Lesa meira