Hittast einu sinni í mánuði til að ræða um bækur

Einu sinni í mánuði koma saman fáeinar konur í Grundarfirði og skiptast á skoðunum um bók sem þær hafa þá nýlokið við að lesa. Í febrúar 2016 hittust konurnar fyrst og stofnuðu leshóp sem hefur fengið nafnið Köttur úti í mýri. Í fyrsta skipti sem leshópurinn hittist voru þær aðeins fjórar en hafa nú tvöfaldað fjöldann. „Fyrir nokkrum árum bjó ég á Eyrarbakka og var þá boðið að vera með í leshópi og fannst það alltaf mjög gaman. Þegar ég flutti svo hingað í Grundarfjörð hafði ég ekki verið í leshópi í nokkur ár og saknaði þess,“ segir Lilja Magnúsdóttir, einn af stofnendum leshópsins, þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar. „Mig langaði að sjá hvort það væri áhugi fyrir svona leshópi hér í Grundarfirði svo ég setti inn fyrirspurn á íbúasíðu á Facebook og margir sýndu áhuga. Ég stofnaði sérhóp á Facebook fyrir leshópinn og boltinn fór að rúlla. Þó margir hafi sýnt áhuga vorum við þó bara fjórar til að byrja með,“ segir Lilja en auk hennar stofnuðu þær Kristín Alma Sigmarsdóttir, Lína Hrönn Þorkelsdóttir og Björg Karlsdóttir hópinn. „Hópurinn hefur aðeins breyst, einhverjar hafa hætt og aðrar bæst við, svona eins og gengur og gerist bara.“

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.