Rástlisti fyrir slaktaumatölt Vesturlandsdeildarinnar

Annað mót Vesturlandsdeildarinnar í hestaíþróttum fer fram næstkomandi föstudagskvöld í Faxaborg í Borgarnesi. Keppnisgrein kvöldsins er slaktaumatölt og verður þetta í annað sinn sem keppt verður í þeirri grein í deildinni. Meðfylgjandi má sjá ráslista, en 21 keppandi mætir á völlinn á morgun. Berglind Ragnarsdóttir með Óm frá Brimilsvöllum sigraði í slaktaumatöltinu í fyrra og gera þau ferð niður í Borgarnes til að verja titilinn. Húsið verður opnað klukkan 19.00 og fyrsti hestur mætir stundvíslega í braut kl. 20.00. Miðaverð er 1000 krónur en frítt inn fyrir tíu ára og yngri.

Vesturlandsdeildin er einstaklings- og liðakeppni en 34 knapar mynda sjö, fjögurra og fimm manna lið sem etja kappi í sex greinum hestaíþrótta.

Líkar þetta

Fleiri fréttir