Anna Margrét í hópi nemenda sem voru á ferð á Laugum í síðustu viku. Ljósm. Steina Matt.

Óvíst hvað verður um Ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum

„Starfsemi okkar verður ekki hætt, en það er óljóst hvert við förum eftir næsta vetur,“ segir Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðukona Ungmenna- og tómstundabúðanna að Laugum í Sælingsdal í samtali við Skessuhorn. Eins og Skessuhorn hefur áður greint frá stendur til að selja mannvirkin á Laugum og því er óvissa hvað verður um Ungmenna- og tómstundabúðirnar, sem hafa verið starfræktar þar frá árinu 2005. „UMFÍ hefur samið um leigu á Laugum fram í maí 2019 og er búið að bóka næsta skólaár, en eftir það vitum við ekki hvað verður. Kannski nást samningar við nýja eigendur og við verðum áfram hér en ef ekki verður fundinn annar staður,“ segir Anna Margrét. Í lok síðasta árs var boðið í eignirnar að Laugum og náðust samningar nú í upphafi árs en ekki er búin að skrifa undir söluna. Að sögn Önnu Margrétar hefur aldrei verið jafn mikil aðsókn í Ungmenna- og tómstundabúðirnar og fer áhuginn vaxandi. „Hver einasta vika er búin að vera þétt bókuð þennan skólavetur og bættust fimm skólar við hjá okkur í vetur,“ segir Anna Margrét.

Nánar er rætt við Önnu Margréti í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir