Matarbúr Kaju flutt á nýjan stað

Í lok síðustu viku flutti Karen Jónsdóttir verslun sína og kaffihús, Matarbúr Kaju og Café Kaja, frá Kirkjubraut 54 að Stillholti 23 á Akranesi. Nýja húsnæðið hentar vel fyrir verslun og matvælavinnslu, en ekki er síst kostur að húsnæðinu fylgir stórt eldhús. Þar mun meðal annars lífrænt pasta og jurtamjólk verða framleidd. Framvegis hyggst Kaja bjóða upp á súpu í hádeginu og ætlar að leggja áherslu á fiskisúpur. Eins og fram hefur komið er einungis seldur lífrænn og vottaður matur í Matarbúri Kaju og kaffihúsið eina lífræna kaffihús landsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir