Listi Sjálfstæðismanna í Borgarbyggð samþykktur

Töluverð breyting verður á skipan efstu sæta framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggðar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí næstkomandi. Úr forystusætum hverfa þau Björn Bjarki Þorsteinsson, Jónína Erna Arnardóttir og Hulda Hrönn Sigurðardóttir, en Lilja Björg Ágústsdóttir, sem skipaði fjórða sæti listans við síðustu kosningar, færist upp í oddvitasætið og nýir á lista skipa sætin þar á eftir. Á fundi fulltrúaráða Sjálfstæðisfélaga Mýra- og Borgarfjarðarsýslu í gærkvöldi var framboðslisti D-lista svo borinn undir atkvæði og samþykktur. Listinn í heild er þannig:

 

 1. Lilja Björg Ágústsdóttir, grunnskólakennari og lögfræðingur, Signýjarstöðum í Hálsasveit.
 2. Silja Eyrún Steingrímsdóttir, stjórnsýslufræðingur og skrifstofustjóri, Borgarnesi.
 3. Sigurður Guðmundsson íþróttafræðingur, Hvanneyri.
 4. Axel Freyr Eiríksson kennaranemi, Ferjukoti.
 5. Sigurjón Helgason, bóndi á Mel í Hraunhreppi.
 6. Haraldur M. Stefánsson, grasvalla- og íþróttafræðingur, Borgarnesi.
 7. Gunnar Örn Guðmundsson dýralæknir, Hvanneyri.
 8. Heiða Dís Fjeldsted, bóndi og reiðkennari, Ferjukoti.
 9. Bryndís Brynjólfsdóttir, viðskiptafræðingur og bústjóri, Dal í Reykholtsdal.
 10. Sigurþór Ágústsson, verkamaður, Borgarnesi.
 11. Íris Gunnarsdóttir, viðskiptafræðingur, Bifröst.
 12. Fannar Þór Kristjánsson, smiður, Borgarnesi.
 13. Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst.
 14. Þorlákur Magnús Níelsson, matreiðslumeistari, Borgarnesi.
 15. Guðrún María Harðardóttir, fv. póstmeistari, Borgarnesi.
 16. Magnús B. Jónsson, fv. skólastjóri, Hvanneyri.
 17. Ingibjörg Hargrave, húsmóðir, Borgarnesi
 18. Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, Borgarnesi.
Líkar þetta

Fleiri fréttir