Gáfu HVE í Stykkishólmi sjónvarp

Kvenfélag Ólafsvíkur færði nýverið legudeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Stykkishólmi Sony sjónvarp að gjöf. Það voru þær Hanna Metta Bjarnadóttir, Steiney K. Ólafsdóttir og Sóley Jónsdóttir í stjórn félagsins sem afhentu Hafrúnu Bylgju, sjúkraliða á legudeildinni sjónvarpið ásamt veggfestingu. Mun Hafrún sjá til þess að sjónvarpinu verði komið fyrir á endanlegum stað á deildinni. Vildu hún koma á framfæri kæru þakklæti til kvenfélagsins fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Líkar þetta

Fleiri fréttir