Innbrotafaraldur teygir sig í Borgarnes

Lögreglan á Vesturlandi segir að á undanfarinni viku hafi verið nokkuð um tilkynningar vegna grunsamlegra mannaferða í umdæminu, einkum í þéttbýlisstöðunum Akranesi og Borgarnesi. Lögreglan hvetur íbúa þessara staða til að vera vel á verði, læsa híbýlum sínum og ökutækjum og tilkynna strax til lögreglu í síma 112 verði íbúar varir við eitthvað óeðlilegt í sínu nærumhverfi.

Óhætt er að segja að faraldur innbrota að undanförnu á þessa staði veki ugg hjá íbúum. Á íbúasíðu Borgnesinga á Facebook hefur talsvert verið ritað um málið að undanförnu og bent á grunsamlegar mannaferðir við íbúðarhús. Fólk er hvatt til að deila upplýsingum og vera vel á verði. Bent er á mikilvægi nágrannavörslu, að fólk læsi öllum hurðum og gluggum og svo framvegis. Þá er sveitarstjórn Borgarbyggðar hvött til að komið verði upp upptökubúnaði við allar innkomuleiðir í bæinn og bent á að slíkt hafi t.d. verið gert í Hveragerði með góðum árangri.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira