Jóhannes Ármannsson og Snorri Hjaltason.

Hús og lóðir styrkja Golfklúbb Borgarness

Golfklúbbur Borgarness og Hús og Lóðir ehf, byggingafyrirtæki í eigu Snorra Hjaltasonar og Brynhildar Sigursteinsdóttiur, hafa undirritað styrktarsamning að upphæð ein milljón króna. Samningurinn kveður á að upphæðinni verði varið til uppbyggingar á barna- og unglingastarfið hjá golfklúbbnum. „Golfklúbbur Borgarness hefur á liðnum árum tekið myndarlega á barna- og unglingastarfinu, nú síðast undir handleiðslu Magnúsar Birgissonar PGA golfkennara. Kemur þessi styrkur til með að verða mikil innspýting í þetta góða starf klúbbsins. Golfklúbbur Borgarness vill koma á framfæri miklu þakklæti til þeirra hjóna, Snorra og Brynhildar,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir