Heimir syngur á Akranesi á föstudaginn

Karlakórinn Heimir úr Skagafirði heldur tónleika í Tónbergi á Akranesi, klukkan hálf níu næstkomandi föstudagskvöld. Dagskrá kórsins er fjölbreytt og skemmtileg að venju, óperuaríur og sígild kórverk, einsöngur, tvísöngur, kvartett, tvöfaldur kvartett og kórsöngur eins og vera ber. Með kórnum verða þeir Óskar Pétursson, kenndur við Álftagerði, og Valmar Valjaots, Hvanndalsbróðir. Klukkan tvö á laugardaginn verður kórinn svo með tónleika í Langholtskirkju í Reykjavík. Sjá nánar í auglýsingu í Skessuhorni í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir