
Gekkst undir magabandsaðgerð sem misheppnaðist
„Ég fór í fyrsta megrunarklúbbinn þegar ég var sjö ára gömul. Ég var með spjald og var vigtuð og mæld,“ segir Jóhanna Sigmarsdóttir, sem fór í magabandsaðgerð fyrir rúmu ári. „Ef ég hafði misst kíló yfir vikuna þá fékk ég að velja mér verðlaun og ég valdi alltaf að fara á Pizzahúsið sem var þá á Grensásveginum.“ Þannig lýsir Jóhanna því hvernig yfirþyngdin hefur plagað hana allt frá æsku. Hún ákvað fyrir rúmu ári að reyna svokallaða magabandsaðgerð sem missheppaðist.
Í viðtali í Skessuhorni vikunnar, sem kom út í dag, heyrum við sögu Jóhönnu.