Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson bóndi í Bakkakoti í Stafholtstungum. Ljósm. bbl/HKr.

Sindri endurkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands

Á Búnaðarþingi sem nú stendur yfir var Sindri Sigurgeirsson endurkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands, með 39 af 48 greiddum atkvæðum. Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, fékk þrjú atkvæði og Ingvi Stefánsson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, fékk eitt atkvæði en allir félagsmenn voru sjálfkrafa í kjöri.

Guðrún Tryggvadóttir í Svartárkoti kemur ný inn í stjórn BÍ í stað Guðnýjar Helgu Björnsdóttur á Bessastöðum sem baðst undan endurkjöri. Þeir Eiríkur Blöndal á Jaðri, Gunnar Eiríksson í Túnsbergi og Einar Ófeigur Björnsson á Lóni II gáfu allir kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn og voru endurkjörnir ásamt formanninum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir