Magnús Gylfason afhenti Jónasi Gesti Jónassyni Gullmerki KSÍ. Ljósm. þa.

Jónas Gestur sæmdur Gullmerki KSÍ á herrakvöldi

Herrakvöld Víkings í Ólafsvík var haldið með pompi og prakt laugardagskvöldið 3. mars. Var kvöldið hið veglegasta eins og venjulega hjá Víkingum. Margt var gert til skemmtunnar. Veislustjóri kvöldsins var Hjörvar Hafliða, Dóra Unnars skemmti gestum með uppistandi eins og henni einni er lagið og Evgeny Makeev flutti nokkur lög á gítar. Borinn var fram matur að hætti Víkinga og rann hann ljúflega niður í gesti kvöldsins, en það voru þeir Lárus Einarsson og Stefán Kristófersson sem sáu um matinn. Ræðumaður kvöldsins var Jóhann Pétursson formaður Knattspyrnudeildar Víkings.

Á hverrakvöldinu var dregið í leikmannahappdrætti Víkings og voru góðir vinningar þar á ferð. Þá var einnig uppboð sem gekk mjög vel enda veglegir munir á uppboðinu en boðnar voru upp ljósmyndir frá Þresti Albertssyni og Tómasi Frey Kristjánssyni, treyjur af Aroni Pálmasyni, Gylfa Sigurðssyni og Pirlo ásamt eldri Víkingstreyjum.

Jónas Gestur Jónasson fyrrverandi formaður knattspyrnudeildarinnar hélt ræðu þar sem hann fór yfir þau 17 ár sem hann var formaður í félaginu. Við þetta tækifæri var honum veitt Gullmerki KSÍ fyrir störf sín í þágu knattspyrnunnar. Það var Magnús Gylfason sem afhenti honum það. Heppnaðist kvöldið mjög vel og var vel mætt. Að venju þjónuðu strákarnir í meistarflokki til borðs og sáu um uppvaskið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir