Sleipnir hálfur á kafi. Ljósm. Þorsteinn Bjarki Pétursson.

Stærsti bíll landsins sat fastur í krapaelg

Þau eru ýmis ævintýrin sem henda á jöklum landsins þegar þar er rekin ferðaþjónusta allan ársins hring. Fyrr í þessari viku atvikaðist svo að stór jeppi sem ferjaði fólk á Langjökul festist í snjó í Geitlandi skammt neðan við jökulinn. Næstu bíll á eftir var jöklarútan Sleipnir, stærsti bíll landsins, sérsmíðaður jöklatrukkur í eigu Ástvaldar Óskarssonar. Þar sem jeppinn teppti slóðann sem aka þurfti eftir hugðist Ástvaldur, sem sjálfur stýrði ökutæki sínu, krækja framhjá bílnum til að draga hann upp. Ekki vildi betur til en svo að Sleipnir fór á kaf í krapaelg utan slóðans og í hliðarhalla. Um borð voru 37 asískir ferðamenn á leið á jökulinn.

Kalla þurfti til jarðýtu og beltagröfu til að ná Sleipni upp og tókst það um hálfum sólarhring síðar. Ekki væsti um ferðafólkið, en það beið í bílnum en komst nokkrum klukkutímum síðar þurrum fótum yfir í annan bíl.

Hér er verið að draga jöklabílinn upp. Ljósm. þbp.

Líkar þetta

Fleiri fréttir