Þórdís Kolbrún lýsir yfir framboði til varaformanns

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra og þingmaður í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Landsfundur flokksins verður haldinn 16.-18. mars nk. Hún er ein um að hafa lýst yfir framboði en ýmsir fleiri Sjálfstæðismenn verið orðaðir við slíkt. Ekki hefur verið kosið í embætti varaformanns frá því Ólöf Nordal féll frá, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir gegnt starfsskyldum varaformanns.

„Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að gegna margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn á undanförnum árum sem framkvæmdastjóri þingflokksins, aðstoðarmaður ráðherra, frambjóðandi í tvennum alþingiskosningum og ráðherra í tveimur ríkisstjórnum. Þetta hafa verið krefjandi verkefni en fyrst og fremst gefandi, því að það er í senn ástríða mín og forréttindi að vinna að framgangi sjálfstæðisstefnunnar, eiga samtöl og samvinnu við fólk og hlúa að framtíð og tækifærum íslensks samfélags,“ segir Þórdís Kolbrún í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum á laugardaginn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir