Skipulögð innbrot í heimahús – lögregla hvetur til aukinnar aðgæslu

Tilkynningar um tvö innbrot í heimahús á Akranesi voru tilkynnt til lögreglunnar á Vesturlandi í gær, sunnudaginn 25. febrúar. Að sögn lögreglu báru innbrotin það með sér að vera vel skipulögð. Þjófarnir fóru í báðum tilfellum í gegnum glugga á svefnherbergjum og svo virðist vera að leitað sé eftir skartgripum, peningum og verðmætum smáhlutum.

Í tilkynningu frá lögreglu er biðlað til fólks að læsa tryggilega gluggum og hurðum þegar hús eru yfirgefin og vera vel vakandi fyrir óvenjulegum mannaferðum við hús hvort sem er að nóttu eða degi. „Eins er fólki bent á að hafa vakandi auga með nágrönnum sínum og ef yfirgefa á hús til lengri tíma að fá nágranna til að fylgjast með húsinu. Lögregla mun herða eftirlit með íbúðahverfum næstu daga,“ segir í tilkynningu til lögreglu, sem beinir þessum tilmælum til allra íbúa á Vesturlandi, jafnvel þótt fyrrgreind innbrot um liðna helgi hafi verið framin á Akranesi, að íbúar hvarvetna hafi auga með grunsamlegum mannaferðum, skrái hjá sér bílnúmer og annað slíkt sem síðar gæti leitt til að mál upplýsist.

Líkar þetta

Fleiri fréttir