Arion banki hyggst endurreisa United Silicon

„Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins,“ segir í tilkynningu frá bankanum um verksmiðjuna í Helguvík á Reykjanesi sem fór í gjaldþrot á síðasta ári eftir viðvarandi erfiðleika og að hafa ekki getað staðið við ákvæði um mengunarvarnir. „Nýtt félag verður stofnað um starfsemi kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Markmið Arion banka er að vinna að úrbótum á verksmiðjunni og selja hana eins fljótt og auðið er,“ segir í tilkynningu bankans.

Líkar þetta

Fleiri fréttir