Bræðurnir Kristján og Guðjón Hildibrandssynir við nýbygginguna í Bjarnarhöfn. Ljósm. tfk.

Verið er að innrétta nýjan veitingasal í Bjarnarhöfn

Bærinn Bjarnarhöfn í Helgafellssveit á Snæfellsnesi er mörgum kunnur en þar hefur um árabil verið rekin hákarlaverkun ásamt hákarlasafni. Það var Hildibrandur Bjarnason sem var frumkvöðullinn að þessari uppbyggingu, en hann lést 16. nóvember á síðasta ári eftir erfið veikindi, en eftir standa eftirlifandi eiginkona hans og tveir synir sem sinna rekstri ferðaþjónustunnar. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að stækkun safnsins þar sem aðstaða til veitingasölu verður stórbætt.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir