Óveður stendur nú sem hæst

Bálhvasst er nú víða á Vesturlandi og ekkert ferðaveður. Skólahald féll í nokkrum skólum niður af þessum sökum í morgun og í öðrum skólum voru foreldrar látnir meta hvort þeir sendu börn sín í skóla.

Vegir eru víða lokaðir, þar á meðal um Kjalarnes, við Hafnarfjall, Brattabrekka, Holtavörðuheiði og Fróðárheiði. Almennt er þó ekkert ferðaveður á öðrum leiðum. Til marks um vindhraða sló í hviðum í 53 m/sek undir Hafnarfjalli fyrr í morgun. Gert er ráð fyrir að skil lægðarinnar gangi yfir vestanvert landið um hádegi en þá hvessir að sama skapi um norðanvert landið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir