Heilsársvegur um Skógarströnd yrði bylting fyrir byggðarlögin

Bjarni Jónsson, varaþingmaður VG í Norðvesturkjördæmi, lagði í byrjun febrúar fram þingsályktunartillögu um uppbyggingu Skógarstrandarvegar. Samkvæmt henni yrði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra falið að gera fjölþætta hagkvæmnisathugun á uppbyggingu vegarins sem heilsársvegar. Athugunin á að taka til samfélagslegra og byggðarlegra áhrifa þess að efla með því samgöngur milli byggðarlaga á norðanverðu Snæfellsnesi, um Dali, í Reykhólasveit, sunnanverða Vestfirði og norður á Strandir. Sérstaklega skuli líta til styrkingar svæðisins sem eins þjónustusvæðis, uppbyggingar ferðaþjónustu og vegaöryggis. Kallað er eftir því í tillögunni að ráðherra leggi niðurstöður könnunarinnar fyrir Alþingi ásamt kostnaðaráætlun vegna uppbyggingar vegarins eigi síðar en 15. september næstkomandi.

Nánar er fjallað um málið í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir