Í grámuggunni á Kjalarnesi. Símamynd Skessuhorn/gó.

Fundað á Kjalarnesi um ástand Vesturlandsvegar

Á morgun, fimmtudaginn 22. febrúar klukkan 17:30, hafa Íbúasamtök Kjalarness í samvinnu við Hverfisráð Kjalarness, bæjar- og sveitarstjórnir Kjósarhrepps, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshepps, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar, boðað til fundar um uppbyggingu  á Vesturlandsvegi um Kjalarnes til að bæta öryggi vegfarenda. Fundinn verður haldinn í Fólkvangi á Kjalarnesi. Um er að ræða opinn fund íbúa svæðisins og þangað eru hagsmunaaðilar hvattir til að mæta. Á fundinn mun Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mæta sem og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri auk þingmanna, sveitarstjórnarfólks og fleiri. Frummælendur verða: Eldey Huld Jónsdóttir úr Hverfisráði Kjalarness, Geirlaug Jóhannsdóttir sem sæti á í sveitarstjórn Borgarbyggðar, Jónas Snæbjörsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar og Guðný G. Ívarsdóttir, sveitarstjóri Kjósahrepps.

Líkar þetta

Fleiri fréttir