Aðalmenn og varamenn í bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að loknum fyrsta fundi núverandi bæjarstjórnar fyrir tæpum fjórum árum síðan. Ljósm. úr safni/ sá.

Allir bæjarfulltrúar draga sig í hlé

Útlit er fyrir að miklar breytingar verði á skipan bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar að komandi sveitarstjórnarkosningum afloknum. Allir bæjarfulltrúarinir sjö sem kosnir voru sem aðalmenn í bæjarstjórn fyrir fjórum árum síðan ætla að draga sig í hlé.

H-listi var sigurvegari í kosningunum fyrir fjórum árum og hlaut fjóra menn kjörna; Hafdísi Bjarnadóttur, Sigurð Pál Jónsson, Katrínu Gísladóttur og Sturlu Böðvarsson. Sturla staðfestir í samtali við Skessuhorn að þau hyggist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn. Hafdís mun til að mynda ekki taka sæti á lista vegna búferlaflutninga úr bæjarfélaginu og Sigurður Páll hefur tekið sæti á þingi.

L-listi hlaut þrjá menn kjörna í sveitarstjórnarkosningunum 2014; Lárus Ástmar Hannesson, Ragnar M. Ragnarsson og Helgu Guðmundsdóttur. Lárus Ástmar staðfestir í samtali við Skessuhorn að þau ætli ekki að gefa kost á sér í kosningunum í vor.

Nánar er rætt við Sturlu Böðvarsson í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir