Vindaspá klukkan 9 í fyrramálið. Þá verður samkvæmt spánni ekkert ferðaveður t.d. á Kjalarnesi og við Hafnarfjall.

Kröpp lægð gengur yfir í fyrramálið

„Vakin er athygli á veðurhvelli sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið. Suðvestanlands á milli klukkan 7 og 10 með allt að 23-28 m/s og snjókomu og slæmu skyggni í efri byggðum og austur frá Reykjavík. Hviður verða allt að 40 m/s á Reykjanesbraut um klukkan 8 og fram yfir klukkan 10 á Kjalarnesi og við Hafnarfjall,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Nú er víðast hvar hálka, hálkublettir eða snjóþekja og sumstaðar éljagangur á vegum á Vesturlandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir