Ýsa á leið inn á vinnslulínu Ísfisks á Akranesi.

Fiskvinnsla Ísfisks er hafin á Akranesi

Fyrirtækið Ísfiskur hf. hóf í dag fiskvinnslu á Akranesi. Fyrirtækið keypti sem kunnugt er bolfiskvinnsluhús HB Granda síðastliðið haust, auk þess sem hluti fiskvinnslubúnaðar fylgdi með í kaupunum.

Í dag hófu 24 starfsmenn sem ráðnir hafa verið til fyrirtækisins vinnslu á ýsu í vinnslusalnum á Akranesi. Að sögn Alberts Svavarssonar, framkvæmdastjóra Ísfisks, er stefnt að því að bæta við nokkrum starfsmönnum á næstunni. Síðar verður öll starfsemi fyrirtækisins flutt upp á Akranes. Til lengri tíma litið áformar fyrirtækið að vinna um sex þúsund tonn af bolfiski á ári og hafa þá um 60 manns í vinnu.

 

Nánar í næsta Skessuhorni sem kemur út á miðvikudag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira