Varað við flughálku á láglendi

Á flestum leiðum á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða þæfingur og skafrenningur. Ófært og óveður er víðast hvar á Snæfellsnesi.

Vegirnir um Bröttubrekku, Fróðárheiði og milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar eru lokaðir. Hins vegar er opið undir Hafnarfjalli.

Á Vesturlandi og norðanlands lægir og rofar til á milli kl. 16 og 19, en ekki á Vestfjörðum fyrr en seint í kvöld. Víða er að hlána á láglendi og varar Veðurstofa við flughálku á ýmsum vegum um landið allt af þeim sökum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira